Sindra-Kjarval

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Sindra-Kjarval

Afmælisdagur:

11. febrúar 2001

Staðsetning:

Reykjavík

Um:

Hundastrákur

Tenglar

23.10.2005 18:36

Kalt úti

Hæ hæ

Var að koma úr göngutúr með mömmu og Stínu, váhh hvað var kalt. Litlu tásurnar mínar voru svo kaldar að ég fór upp í sófa til pabba að hlýja mér þegar við komum heim.  Um helgina komu Ragna frænka mín Sómi frændi í heimsókn og fannst mér voða gaman að hitta þau.  Ég var mjög góður við Sóma og sýndi honum allt dótið mitt, en hann mátti samt ekki prófa það   Ég var meira að segja svo hræddur um hann Kolla minn að ég hætti snarlega við að fara út að pissa þegar ég fattaði að Sómi yrði inni hjá honum.  Stína sagði svo við mig að ég væri eins og öfundsjúkur krakki því hún mátti eiginlega ekki tala neitt við Sóma án þess að ég kæmi á fullu spani til hennar, en ég vil bara ekki að neinn taki hana Stínu mína frá mér  .

Jæja núna ætla ég að fara að hvíla mig með pabba uppi í sófa og passa hann vel, því karl greyið er lasinn og þá er nú gott að eiga góðan strák eins og mig

Kveðja Kjarval

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 59
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 22168
Samtals gestir: 7705
Tölur uppfærðar: 14.7.2025 13:22:39