Sindra-Kjarval

Um mig

Nafn:

Sindra-Kjarval

Afmælisdagur:

11. febrúar 2001

Staðsetning:

Reykjavík

Um:

Hundastrákur

Tenglar

Um Kjarval

Ég heiti Sindra-Kjarval og er hreinræktaður íslenskur fjárhundur. Ég var fæddur þann 11. febrúar 2001 í Garði á Kjalarnesi og kem úr Sindra-ræktuninni. Fyrstu tvö árin bjó ég í Keflavík en flutti síðan til núverandi fjölskyldu minnar. Nýja fjölskyldan mín er mjög fín. Þau eru búin kenna mér allar hundakúnstir og í dag er ég mjög hlýðinn. Í dag er ég ofsa kátur og líður mjög vel, enda bý ég hjá góðu fólki núna:)

 

Áhugamál mín eru:
Nammiát
Gönguferðir
Dótið mitt
Boltaleikir
Sveitin
Bíltúrar
Gluggagæjur
Kúra með mömmu
Gelta á hestana
Passa húsið og Stínu
Stela sokkum, skóm og nærfötum
Vera fyrir austan


Ég þoli ekki:
Gamlárskvöld
Þegar pabbi er að stríða mér.
Þegar enginn nennir að leika
Þegar mamma þykist fara í vinnuna en ég veit að hún er að fara í bílinn.
Láta klippa á mér neglurnar. 


Dæmigerður dagur í lífi mínu:

Kl. 8:00
Fer með pabba út í bílskúr. Á meðan hann fer í sturtu fer ég út að pissa og fæ síðan harðfisk fyrir að bíða eftir honum.

Kl. 8:30
Legg mig aftur með mömmu.

Kl. 9:00
Við mamma fáum okkur morgunmat.

Kl. 10:00 til 15:00
Passa húsið og Stínu.

Kl. 15:00
Mamma kemur heim, ég fer út að pissa og fæ nammi fyrir að passa Stínu mína.

Kl. 16:30
Fer í göngutúr.

Kl. 17:30
Legg mig fyrir matinn og bíð síðan eftir pabba úti í glugga.

Kl. 19:00
Fæ að borða.


Kl. 20:00
Horfi á sjóvarpið eða fer upp í hesthús.


Kl. 22:00
Fer með pabba í bíltúr eða út að labba.

Kl. 23:00
Fer að sofa í einu af þeim fimm bælum sem ég á.


Flettingar í dag: 98
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 145
Gestir í gær: 104
Samtals flettingar: 11845
Samtals gestir: 5310
Tölur uppfærðar: 4.12.2024 20:22:31